Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 11:00 McCartney missti vin sinn John Lennon í skotárás fyrir tæpum fjörutíu árum. Vísir/AFP Ganga hundruð þúsunda manna fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjum í gær sem ungmenni sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída skipulögðu hefur vakið mikla athygli. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Bítillinn Paul McCartney eru á meðal þeirra sem hafa lýst aðdáun sinni og stuðningi við ungmennin. Stærsta gangan undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives] fór fram í Washington-borg í gær en samstöðugöngur voru farnar víðar um Bandaríkin og í fleiri löndum, þar á meðal í Reykjavík. Nokkur ungmenni úr Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída þar sem vopnaður maður skaut sautján nemendur og starfsmenn til bana á Valentínusardag voru á meðal þeirra sem ávörpuðu gönguna í Washington-borg. Einn þeirra sem tók þátt í göngunni var breski tónlistarmaðurinn Paul McCartney sem gerði garðinn frægan með Bítlunum á árum áður. Hann var klæddur bol sem á stóð „Við getum bundið enda á byssuofbeldi“. „Einn bestu vina minna var drepinn í byssuofbeldi á þessum slóðum þannig að þetta er mér hjartans mál,“ sagði McCartney við CNN-fréttastöðina um ástæðu þess að hann tók þátt. Hann hafi aðeins viljað sýna fólkinu stuðning sinn. Vísað McCartney þar til Johns Lennon, félaga síns úr Bítlunum, sem féll fyrir hendi byssumanns í desember árið 1980.Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í Washington-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða stjórnvalda. Ungmenni skipulögðu gönguna.Vísir/AFPÁ Twitter lýsti Obama aðdáun sinni og eiginkonu hans á ungmennunum. „Michelle og ég erum svo innblásin af þessu unga fólki sem lét göngurnar í dag verða að veruleika. Haldið þið áfram. Þið leiðið okkur áfram. Ekkert getur staðið í vegi milljóna radda sem kalla á breytingar,“ tísti fyrrverandi forsetans.Michelle and I are so inspired by all the young people who made today's marches happen. Keep at it. You're leading us forward. Nothing can stand in the way of millions of voices calling for change.— Barack Obama (@BarackObama) March 24, 2018 Ekki voru þó allir eins hrifnir af framtakssemi ungmennanna. Þannig hæddist þáttastjórnandi á sjónvarpsstöð skotvopnaeigendasamtakanna NRA að þeim. Sagði hann að „enginn myndi þekkja nöfnin ykkar“ ef vopnaður maður hefði verið í skólanum til að verjast árásarmanninum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa margir sakað ungmennin um að vera handbendi hópa sem berjast fyrir hertum skotvopnalögum. NRA hefur talað fyrir því að vopna kennara til að bregðast við fjölda skotárás í skólum. Sú hugmynd hefur fengið góðar undirtektir hjá Donald Trump forseta.Hópur byssueigenda í Texas stóð fyrir gagnmótmælum í gær. Þar á meðal þessi drengur sem hélt á skilti sem á stóð að ekki skuli nota dauð börn til að þrýsta á um hertra reglur um byssur.Vísir/AFP Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ganga hundruð þúsunda manna fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjum í gær sem ungmenni sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída skipulögðu hefur vakið mikla athygli. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Bítillinn Paul McCartney eru á meðal þeirra sem hafa lýst aðdáun sinni og stuðningi við ungmennin. Stærsta gangan undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives] fór fram í Washington-borg í gær en samstöðugöngur voru farnar víðar um Bandaríkin og í fleiri löndum, þar á meðal í Reykjavík. Nokkur ungmenni úr Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída þar sem vopnaður maður skaut sautján nemendur og starfsmenn til bana á Valentínusardag voru á meðal þeirra sem ávörpuðu gönguna í Washington-borg. Einn þeirra sem tók þátt í göngunni var breski tónlistarmaðurinn Paul McCartney sem gerði garðinn frægan með Bítlunum á árum áður. Hann var klæddur bol sem á stóð „Við getum bundið enda á byssuofbeldi“. „Einn bestu vina minna var drepinn í byssuofbeldi á þessum slóðum þannig að þetta er mér hjartans mál,“ sagði McCartney við CNN-fréttastöðina um ástæðu þess að hann tók þátt. Hann hafi aðeins viljað sýna fólkinu stuðning sinn. Vísað McCartney þar til Johns Lennon, félaga síns úr Bítlunum, sem féll fyrir hendi byssumanns í desember árið 1980.Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í Washington-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða stjórnvalda. Ungmenni skipulögðu gönguna.Vísir/AFPÁ Twitter lýsti Obama aðdáun sinni og eiginkonu hans á ungmennunum. „Michelle og ég erum svo innblásin af þessu unga fólki sem lét göngurnar í dag verða að veruleika. Haldið þið áfram. Þið leiðið okkur áfram. Ekkert getur staðið í vegi milljóna radda sem kalla á breytingar,“ tísti fyrrverandi forsetans.Michelle and I are so inspired by all the young people who made today's marches happen. Keep at it. You're leading us forward. Nothing can stand in the way of millions of voices calling for change.— Barack Obama (@BarackObama) March 24, 2018 Ekki voru þó allir eins hrifnir af framtakssemi ungmennanna. Þannig hæddist þáttastjórnandi á sjónvarpsstöð skotvopnaeigendasamtakanna NRA að þeim. Sagði hann að „enginn myndi þekkja nöfnin ykkar“ ef vopnaður maður hefði verið í skólanum til að verjast árásarmanninum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa margir sakað ungmennin um að vera handbendi hópa sem berjast fyrir hertum skotvopnalögum. NRA hefur talað fyrir því að vopna kennara til að bregðast við fjölda skotárás í skólum. Sú hugmynd hefur fengið góðar undirtektir hjá Donald Trump forseta.Hópur byssueigenda í Texas stóð fyrir gagnmótmælum í gær. Þar á meðal þessi drengur sem hélt á skilti sem á stóð að ekki skuli nota dauð börn til að þrýsta á um hertra reglur um byssur.Vísir/AFP
Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51