Segja engar grafir lagðar undir hótel Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 21:21 Frá mótmælunum í dag. Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag. Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag.
Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00