Íslenski boltinn

Garðar Gunnlaugs æfir með Val

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson
Garðar Gunnlaugsson vísir/ernir
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson æfir með Íslandsmeisturum Vals þessa dagana og vonast til þess að fá samningstilboð frá Hlíðarendaliðinu.

Fótbolti.net segir frá þessu í dag.

Haft er eftir Garðari að honum þætti gaman að snúa aftur á fornar slóðir en þessi 35 ára gamli framherji lék með Val í Landsbankadeildinni frá 2005-2006 eftir að hafa hjálpað Val upp úr fyrstu deildinni sumarið 2004.

Garðar skoraði mark í æfingaleik Vals gegn úrvalsliði á vegum bandarísku umboðsskrifstofunnar SoccerViza síðastliðinn föstudag.

Garðar er án félags en hann skoraði tvö mörk í fjórtán leikjum fyrir ÍA þegar liðið vann Inkasso-deildina á síðustu leiktíð. Auk ÍA og Vals hefur Garðar leikið með Dunfermline, Norrköping, CSKA Sofia, Linz og Unteraching á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×