Lífið

Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar fer um víðan völl í Einkalífinu.
Páll Óskar fer um víðan völl í Einkalífinu.
„Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

Páll Óskar hefur í gegnum árin verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hann er á fullu í Borgarleikhúsinu um þessar mundir og er jólatörnin framundan hjá kappanum. Palli hefur alltaf verið mikill Eurovision aðdáandi en hann tók þátt fyrir Íslands hönd árið 1997 með laginu Minn hinsti dans.

„Þetta lag kom til mín árið 2007 og það var Allt fyrir ástina. Ég sendi það í keppnina og það var ekki tekið inn vegna þess að einn af lagahöfundunum var sænskur og það voru reglurnar hjá RÚV þannig að allir laga- og textahöfundar urðu að vera að íslensku bergi brotnir eða þeir hefðu þurft að búa á landinu í fjögur ár eða eitthvað svona algjört rugl.“

Ákveðin orka yfir keppnislögum

Páll Óskar segir að Allt fyrir ástina hefði geta verið algjört keppnislag.

„Ég vil ekki fara aftur í einhverja keppni án þess að vera með winnerlag. Mig langar ekki að fara með einhverja B-hlið eða eitthvað tilraunarlag. Það er ákveðin orka yfir svona keppnislögum og það er það sem Eurovision-lagið þarf að hafa ef það ætlar að komast upp úr undankeppninni.“

Eurovision fer fram í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári og hefur það verið harðlega gagnrýnt síðustu misseri af pólitískum ástæðum.

„Ég ætla sko að segja pass við þessari keppni algjörlega. Ég ætla passa mig að læka ekki neitt og commenta ekki neitt. Það verður ekkert Eurovision-ball frá mér eða ekki neitt. Vegna þess að einhverstaðar þurfum við að setja mörk og margt smátt gerir eitt stór. Þetta er svo mikið vél í gangi þarna, rosaleg áróðursvél sem við eigum ekki að sökkvast inn í eða taka þátt í. Ég er búinn að gera upp minn hug og ég vona að fleiri geri það lík.“

Í þættinum ræðir Palli einnig um makaleitina, söngleikinn Rocky Horror, um það hvernig venjulegur dagur er í hans lífi, um einstakt samstarf hans með Moniku og margt fleira.



Hér að neðan má sjá áttunda þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi.



Tengdar fréttir

Reyndist vel að lenda á milli tannanna á fólki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er 27 ára alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug er ungur þingmaður sem hefur náð mjög langt á stuttum tíma en hún er fjórði gestur Einkalífsins á Vísi.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.