Viðskipti innlent

„Viljinn til þess að gera það sem þurfti sló mig“

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri ásamt Poul Thomsen (til hægri) í Hörpu í dag.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri ásamt Poul Thomsen (til hægri) í Hörpu í dag.
„Sjúklingurinn var í hjartastoppi og tíminn var naumur,“ sagði Poul Thomsen yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ræðu sinni í Hörpu í dag. Það var svona sem hann líkti Íslandi þegar hann ásamt samstarfsfólki sínu kom hingað til lands fyrir 10 árum síðan. Thomsen fór fyrir Íslandsnefnd AGS við hrunið og efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda.

Thomsen sagði að þau hafi einkum þurft að einbeita sér að þremur þáttum í aðgerðum sínum hér á landi. Þeir hafi unnið í að koma á efnahagslegum stöðugleika, endurbyggja bankakerfið og takast á við þann mikla tekjuhalla sem kom í kjölfar hrunsins. Thomsen segir að þegar hann og samstarfsfólk hans kom hingað til lands, 24 tímum eftir að ákveðið var að grípa þyrfti inn í, var krónan í frjálsu falli.

Thomsen segist hafa verið sleginn yfir þeirri skömm sem þjóðin fann fyrir því sem var að gerast og ekki síst yfir viljanum til þess að gera það sem einfaldlega þurfti að gera.

Tíu ár eru í dag liðin frá falli Lehman Brothers fjárfestingabankans.


Tengdar fréttir

Adam Tooze: Mistök að láta Lehman Brothers falla

Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×