Erlent

Minnst fimm dánir í Norður-Karólínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurleg rigning hefur fylgt Florence og hefur það leitt til mikilla flóða inn með landi.
Gífurleg rigning hefur fylgt Florence og hefur það leitt til mikilla flóða inn með landi. Vísir/AP
Minnst fimm eru dánir í Norður-Karólínu vegna óveðursins Florence. Óveðrið náði þar landi í gær og var Florence þá skilgreint sem fellibylur. Í nótt var styrkleikur Florence lækkaður í óveður og hefur Florence einnig herjað á Suður-Karólínu. þegar mest var var ummál Florence um 645 kílómetrar.

Móðir og ungabarn dóu þegar tré féll á hús þeirra í Wilmington. Einn maður fékk hjartaáfall í Hamstead en sjúkraflutningamenn komust ekki á vettvang vegna óveðursins. Þó dóu tveir menn í Lenoir-sýslu, samkvæmt CNN.

Gífurleg rigning hefur fylgt Florence og hefur það leitt til mikilla flóða inn með landi. Við ströndina flæddi sjór upp á land. Sjórinn er talinn hafa hækkað um um það bil þrjá metra þar sem mest var. Talið er að Florence muni valda miklum usla á næstu dögum og er hættan ekki liðin hjá.

Enn sem komið er hafa minnst 930 þúsund heimili misst rafmagn og bjarga hefur þurft tugum manna úr hættu vegna flóða og fallinna trjáa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×