Benda á borgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 23:27 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Arkibúllan, arkitektastofan sem hannað enduruppbyggingu braggans í Nauthólsvík, segir að verkið hafi aðeins verið unnið í samræmi við óskir Reykjavíkurborgar. Ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana hafi verið Reykjavíkurborgar.Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Arkibúllunnar þar sem þess er óskað að fjölmiðlar beini fyrirspurnum um enduruppbyggingu braggans til Reykjavíkurborgar. Þar segir að eftirlit stofunnar með verkinu hafi aðeins falist í því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og að verkin væru sannarlega unnin. „Það var Reykjavíkurborg sem gerði alla samninga við verktaka, ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana á öllum stigum framkvæmda og ákvað að beita ekki útboðum í verkinu,“ segir í yfirlýsingunni.Verkfræðistofan Efla sendi frá sér sambærilega tilkynningu en þar segir að hlutverk Eflu við framkvæmdina hafi verið áðgjöf í burðarþolshönnun, loftræsihönnun, hönnun hita- og neysluvatnslagna, raflagnahönnun, lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun auk ýmissar ráðgjafar við undirbúning verksins. Efla hafi rukkað Reykjavíkurborg um 27 milljónir króna vegna þess. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Meðal annars voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg voru keyptar 800 grasplöntur sem hver kostaði tæpar 950 krónur. Þá nam kostnaður vegna gróðursetningar um 400 þúsundum sem gerir alls eina milljón og 157 þúsund krónur. Borgarstjórn Tengdar fréttir Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Arkibúllan, arkitektastofan sem hannað enduruppbyggingu braggans í Nauthólsvík, segir að verkið hafi aðeins verið unnið í samræmi við óskir Reykjavíkurborgar. Ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana hafi verið Reykjavíkurborgar.Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Arkibúllunnar þar sem þess er óskað að fjölmiðlar beini fyrirspurnum um enduruppbyggingu braggans til Reykjavíkurborgar. Þar segir að eftirlit stofunnar með verkinu hafi aðeins falist í því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og að verkin væru sannarlega unnin. „Það var Reykjavíkurborg sem gerði alla samninga við verktaka, ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana á öllum stigum framkvæmda og ákvað að beita ekki útboðum í verkinu,“ segir í yfirlýsingunni.Verkfræðistofan Efla sendi frá sér sambærilega tilkynningu en þar segir að hlutverk Eflu við framkvæmdina hafi verið áðgjöf í burðarþolshönnun, loftræsihönnun, hönnun hita- og neysluvatnslagna, raflagnahönnun, lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun auk ýmissar ráðgjafar við undirbúning verksins. Efla hafi rukkað Reykjavíkurborg um 27 milljónir króna vegna þess. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Meðal annars voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg voru keyptar 800 grasplöntur sem hver kostaði tæpar 950 krónur. Þá nam kostnaður vegna gróðursetningar um 400 þúsundum sem gerir alls eina milljón og 157 þúsund krónur.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12