Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 75-63 | Fyrsti sigur Hauka í hús Gabríel Sighvatsson í Schenker-höllinni skrifar 10. október 2018 21:30 vísir/vilhelm Haukar og Valur mættust á Ásvöllum í 2. umferð Domino‘s deildar kvenna í kvöld í leik sem var fyrirfram talinn verða hörkuleikur á milli tveggja sterkra liða. Valur hafði harma að hefna eftir eftir að hafa séð af Íslandsmeistaratitlinum í hendur Hauka á síðasta tímabili. Valur skoraði fyrstu stigin og sýndi ágætis takta í byrjun leiks en þegar leið á kom fljótlega í ljós hvert stefndi. Haukar jöfnuðu og komust yfir og voru yfir í öllum leikhlutum eftir það. Íslandsmeistararnir voru betri aðilinn í dag og skiluðu verðskulduðum sigri í hús. Valsarar hafa að mörgu að huga eftir þennan leik.Af hverju unnu Haukar? Haukarnir voru á fullu allan leikinn og það skilaði sér. Það vantaði eitthvað í lið Vals í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni hálfleik kláruðu Haukar dæmið og var munurinn mest 20 stig. Vörnin skilaði sínu og náði að halda Val í skefjum góðan hluta leiksins.Hvað gekk illa? Valur kom ekki nógu vel inn í leikinn eftir hálfleik. Í 3. leikhluta voru þær skotnar í kaf og munurinn stækkaði. Illa gekk að hirða fráköst og um tíma að koma skoti á körfuna.Hverjir stóðu upp úr? Stigahæst í liði Hauka var Sigrún Björg en hún skoraði 20 stig. Þá voru Þóra Kristín og LeLe Hardy með 13 og 17 stig hvor. Kerryon Johnson var langmarkahæst á hinum enda vallarins með 24 stig.Hvað gerist næst? Haukar sækja Breiðablik heim í næsta leik á meðan Valur tekur á móti KR í Reykjavíkurslag.Haukar-Valur 75-63 (22-18, 17-14, 20-14, 16-17) Haukar: Sigrún Björg Ólafsdóttir 20/6 fráköst, LeLe Hardy 17/20 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/11 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 9/8 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Akvilé Baronénaité 4, Magdalena Gísladóttir 4, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2.Valur: Brooke Johnson 24/7 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/9 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2/6 fráköst, Simona Podesvova 1/4 fráköst.Darri: Hefði verið betra að tapa þessum leik með 20 Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var súr eftir tapið í kvöld. „Það er fúlt að tapa, mér er sama gegn hverjum við töpum, það er bara auka.“ Darri Freyr sagði að frammistaðan hafi ekki veið nógu góð. „Í fyrri hálfleik þá fráköstuðum við boltanum illa. Í seinni hálfleik voru róteringarna okkar slappar. Ég gerði líka taktísk mistök í nálguninni á þessum leik,“ „Ég veit ekki hvað munurinn var mikill í lokin, það hefði eiginlega verið betra að tapa þessum leik með 20, við spiluðum þannig.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Hafnarfirði í kvöld og tók myndirnar sem sjá má í fréttinniÓlöf: Spiluðum eftir getu Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, gat verið ánægð með sigurinn og frammistöðuna í leiknum. „Ég er mjög sátt með mínar stelpur í dag, þær virkilega sýndu sitt rétta andlit og ég er búin að bíða eftir því.“ „Spilamennskan var mjög góð, það skiptir mestu máli að spila góða vörn og þegar það gekk upp þá komu stigin. Þær spiluðu ótrúlega vel og ég er mjög ánægð með LeLe að fara að dæla á stelpurnar og farin að treysta þeim.“ Haukar voru yfir nánast allan leikinn og höfðu góð tök á honum frá upphafi til enda. „Við spiluðum eftir getu og ég hef trú á að við getum spilað svona í hverjum einasta leik ef við erum vel stemmdar.“ „Það þýðir ekkert að hætta í hálfleik, það er frekar að gefa í. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að staðan væri bara 0-0. Við keyrum þetta í gang og ennþá hraðar,“ sagði Ólöf að lokum.vísir/vilhelmvísir/vilhelm Dominos-deild kvenna
Haukar og Valur mættust á Ásvöllum í 2. umferð Domino‘s deildar kvenna í kvöld í leik sem var fyrirfram talinn verða hörkuleikur á milli tveggja sterkra liða. Valur hafði harma að hefna eftir eftir að hafa séð af Íslandsmeistaratitlinum í hendur Hauka á síðasta tímabili. Valur skoraði fyrstu stigin og sýndi ágætis takta í byrjun leiks en þegar leið á kom fljótlega í ljós hvert stefndi. Haukar jöfnuðu og komust yfir og voru yfir í öllum leikhlutum eftir það. Íslandsmeistararnir voru betri aðilinn í dag og skiluðu verðskulduðum sigri í hús. Valsarar hafa að mörgu að huga eftir þennan leik.Af hverju unnu Haukar? Haukarnir voru á fullu allan leikinn og það skilaði sér. Það vantaði eitthvað í lið Vals í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni hálfleik kláruðu Haukar dæmið og var munurinn mest 20 stig. Vörnin skilaði sínu og náði að halda Val í skefjum góðan hluta leiksins.Hvað gekk illa? Valur kom ekki nógu vel inn í leikinn eftir hálfleik. Í 3. leikhluta voru þær skotnar í kaf og munurinn stækkaði. Illa gekk að hirða fráköst og um tíma að koma skoti á körfuna.Hverjir stóðu upp úr? Stigahæst í liði Hauka var Sigrún Björg en hún skoraði 20 stig. Þá voru Þóra Kristín og LeLe Hardy með 13 og 17 stig hvor. Kerryon Johnson var langmarkahæst á hinum enda vallarins með 24 stig.Hvað gerist næst? Haukar sækja Breiðablik heim í næsta leik á meðan Valur tekur á móti KR í Reykjavíkurslag.Haukar-Valur 75-63 (22-18, 17-14, 20-14, 16-17) Haukar: Sigrún Björg Ólafsdóttir 20/6 fráköst, LeLe Hardy 17/20 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/11 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 9/8 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Akvilé Baronénaité 4, Magdalena Gísladóttir 4, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2.Valur: Brooke Johnson 24/7 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/9 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2/6 fráköst, Simona Podesvova 1/4 fráköst.Darri: Hefði verið betra að tapa þessum leik með 20 Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var súr eftir tapið í kvöld. „Það er fúlt að tapa, mér er sama gegn hverjum við töpum, það er bara auka.“ Darri Freyr sagði að frammistaðan hafi ekki veið nógu góð. „Í fyrri hálfleik þá fráköstuðum við boltanum illa. Í seinni hálfleik voru róteringarna okkar slappar. Ég gerði líka taktísk mistök í nálguninni á þessum leik,“ „Ég veit ekki hvað munurinn var mikill í lokin, það hefði eiginlega verið betra að tapa þessum leik með 20, við spiluðum þannig.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Hafnarfirði í kvöld og tók myndirnar sem sjá má í fréttinniÓlöf: Spiluðum eftir getu Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, gat verið ánægð með sigurinn og frammistöðuna í leiknum. „Ég er mjög sátt með mínar stelpur í dag, þær virkilega sýndu sitt rétta andlit og ég er búin að bíða eftir því.“ „Spilamennskan var mjög góð, það skiptir mestu máli að spila góða vörn og þegar það gekk upp þá komu stigin. Þær spiluðu ótrúlega vel og ég er mjög ánægð með LeLe að fara að dæla á stelpurnar og farin að treysta þeim.“ Haukar voru yfir nánast allan leikinn og höfðu góð tök á honum frá upphafi til enda. „Við spiluðum eftir getu og ég hef trú á að við getum spilað svona í hverjum einasta leik ef við erum vel stemmdar.“ „Það þýðir ekkert að hætta í hálfleik, það er frekar að gefa í. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að staðan væri bara 0-0. Við keyrum þetta í gang og ennþá hraðar,“ sagði Ólöf að lokum.vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum