Innlent

Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.
Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Mynd/Vilhelm
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sína samstöðu með Palestínumönnum eftir morð Ísraelshers á 59 manns á Gaza svæðinu í gær. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir samkomunni og hélt Sveinn Rúnar Hauksson meðal annars tölu en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir frelsi Palestínu um árabil.

Dagurinn í dag markar 70 ár frá upphafi þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar, þegar milljónir Palestínumanna voru hraktir á flótta eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átakanna sem fylgdu í kjölfarið.

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á alþjóðavísu sem og hér heima við hafa fjölmargir Íslendingar lýst yfir vanþóknun sinni á framferði Ísraelshers. 

Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu og ögmundur Jónasson fv. ráðherra veifar palestínska fánanum.Mynd/Vilhelm
Auk samstöðufundarins á Austurvelli í dag hafa fjölmargir lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og spjótunum ekki síst beint að Eurovision keppninni sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Þegar þetta er skrifað hafa um tíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland sniðgangi keppnina að ári. 

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson hefur þá sagt að hann muni ekki taka þátt í forkeppninni á næsta ári og Páll Óskar Hjálmtýsson er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að taka þátt á meðan keppnin er haldin í Ísrael.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa sumir hverjir brugðist við. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bregðist við og þá sendi þingflokkur Vinstri Grænna frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði Ísraelshers er fordæmt.


Tengdar fréttir

Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu

Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×