Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:24 Haley sagði tvískinnung ríkja innan Sameinuðu þjóðanna gagnvart ofbeldi fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33