Bíó og sjónvarp

Rafmögnuð stikla úr myndinni um Queen og Freddie Mercury

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody verður frumsýnd í haust.
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody verður frumsýnd í haust.
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury. Rami Malek fer með hlutverk söngvarans með röddina mögnuðu sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1991.

Bohemian Rhapsody hefur verið í vinnslu síðan 2010 þegar til stóð að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Mercury. Deilur hans við aðra meðlimi Queen, þeirra á meðal gítarleikarann og lagasmiðinn Brian May, varð til þess að hann hætti við þátttöku í verkefninu. Enn bættist á vandann þegar kvikmyndin varð leikstjóralaus þegar Bryan Singer var rekinn eftir mikla fjarveru sökum veikinda.

Var Dexter Fletcher, sem leikstýrði meðal annars Eddie the Eagle, fenginn í hans stað. Hann hefur einnið unnið að myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels, The Three Musketeers, Doom og Kick Ass.

Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi þann 24. október, 1. nóvember í Ástralíu og 2. nóvember í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að um svipað leyti verði hún tekin til sýninga hér á landi.

Rami Malek virðist smellpassa í hlutverkið en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Mr. Robot en hér að neðan má sjá stikluna sjálfa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.