Skoðun

Gott samfélag fyrir okkur öll

Nazanin Askari skrifar
Nazanin Askari heiti ég og er þriðja sæti hjá Kvennahreyfingunni.

Í upprunalandi mínu mæta femínistar stöðugu mótlæti. Femínistar þar þurfa ekki bara að réttlæta skoðanir sínar eða vera óvinsælir meðal fólks sem er á móti femínisma. Í heimalandi mínu var ég handtekin og sett í fengelsi fyrir pólítíska og femínista aktívista þegar ég var 22 ára stúdent. Í dag er ég á Íslandi sem er draumaland femínista um allan heim. Því miður er samt mjög langt í land hér líka. Ég hef verið áreitt kynferðislega án þess að nokkuð yrði að gert. Ég er skömmuð fyrir að tala ekki fullkomna íslensku og að vera innflytjandi á leigumarkaði er eiginlega alveg ómögulegt. Hindranir flóttakvenna eru endalausar um allan heim, líka hér á Íslandi. Því þurfum við að breyta.

Öruggt samfélag er samfélag sem greiðir fólki sanngjörn laun, þar sem fólk getur verið öruggt í vinnunni og þar sem fólk getur fundið sér öruggt húsaskjól, líka á leigumarkaði. Í öruggu samfélagi fá öll börn góða menntun, og þar þurfa foreldrar ekki að hafa áhyggjur af dagvistun. Í öruggu samfélagi er dagvistun í boði utan hefðbundins dagvinnutíma, enda tekið mið af einstæðum foreldrum og vaktavinnufólki. Öruggt samfélag er lifandi og skapandi.

Málefni kvenna eru málefni samfélagsins alls. Við verðum að hætta að hætta að mismuna eftir kyni og við verðum að hætta að flokka fólk eftir kyni. Við þurfum að standa saman og stuðla að frelsi okkar allra og komandi kyslóða. Við getum skapað heilbrigt samfélag jafnréttis með því að vinna saman og standa saman. Það ætlum við í Kvennahreyfingunni að gera. Við viljum gott og aðgengilegt samfélag fyrir konur alls staðar að og fólk almennt.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×