Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 12:02 Logi segir Trump Bandaríkjaforseta æða um eins og mosuxa á nýlagðri tjörn vísir/anton brink Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“ Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55
Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00