Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:04 Rússar, Kínverjar og Indverjar sækjast allir eftir því að styrkja viðskiptatengsl sín við Íran vísir/afp Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira