Innlent

Vill hækka framlög til reiðvegagerðar um tuttugu prósent

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Í nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir tuttugu prósent aukningu til uppbyggingar reiðvega á landinu. Samgönguráðherra tók í dag í notkun nýja reiðleið á höfuðborgarsvæðinu.

Mikið hefur verið rætt um gera þurfi úrbætur í samgöngukerfinu og gagnrýnt að ákveðnir hlutir og vegasamgöngur séu van fjármagnaðar. Því er venjulega fagnað þegar að úrbætur eru gerðar á samgöngukerfinu. Í dag tók samgönguráðherra í notkun nýjan reiðveg.





Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherraVísir/Stöð 2
„Það er alltaf gaman þegar að framkvæmdum lýkur. Það er alveg sama hvaða samgöngur það eru og hérna er reiðvegur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra við tilefnið í dag.

Nýi Reiðvegurinn liggur frá Kjóavöllum, í gegnum Heiðmörk og hringinn í kringum Sandahlíð. Leiðin er um 6,5 kílómetrar og er uppbygging reiðvegarins er mikil bót fyrir hestamenn á svæðinu.



Vill hækka framlög til reiðvegagerðar um 20%

Í samgönguáætlunum fyrri ára hefur 60 milljónum verið varið í uppbyggingu reiðvega til alls landsins ár hvert. Vegna samstarfs við ríkis, sveitarfélaga og ekki síst hestamannanna sjálfra verður þetta fjármagn hækkað.

„Þess vegna er gleðilegt að segja frá því að í núverandi samgönguáætlun að þá erum við að hækka þetta um tuttugu prósent og fara með þetta í sjötíu og fimm milljónir og ég veit að þessar fimmtán milljónir, þó ekki hljómi miklar, að þær munu margfaldast hringinn í kringum landið,“ sagði Sigurður.





Halldór Halldórsson, formaður Reiðvegavefndar SprettsVísir/Stöð 2
Formaður reiðveganefndar  segir gæðin á útivistarsvæðinu aukast til muna. „Þetta stórbætir gæði svæðisins, Kjóavalla, til útvista fyrir hestamennskuna. Það er ekki nokkurt vafamál með það og mikil lyftistöng,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Reiðveganefndar Spretts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×