Innlent

Umhverfisvænt húsnæði og sveppir sem brjóta niður þungmálma og fleira

Heimir Már Pétursson skrifar
Bíllaus hverfi með umhverfisvænum byggingum, samfélagshús og þekkingarmiðstöð í öldrun voru meðal sjö nýsköpunarverkefna sem kynnt voru í Hafnarhúsinu í Reykjavík í dag. Verkefnin hafa verið í þróun undanfarnar sjö vikur undir hatti Snjallræðis, fyrsta hraðalsins fyrir samfélagslega nýsköpun.

Sjö verkefnum var tryggð aðstaða og aðgangur að sérfræðingum til að þróa hugmyndir sínar sem öll þurftu að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum. En að Snjallræði standa Höfði friðarsetur, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands með stuðningi Landsvirkjunar.

Sigrún Thorlacius fer fyrir verkefninu Heilun jarðar sem snýst um að nýta sveppi til að brjóta niður úrgangsefni eins og þungmálma og jafnvel heilu bílhræin í náttúrunni.

„Þeir skilja þannig við að aðrar lífverur geta tekið þetta og nýtt þetta. Þannig að efnin fara þá inn í fæðukeðjuna aftur og verða bara partur af lífinu. Ostrusveppur til dæmis hefur eytt olíu úr haug og breytt þessum haug í lífvænlegt vistkerfi á tólf vikum. Hann er ekki að éta þetta beint heldur brýtur hann þetta niður í jarðveginum.“

Þannig að þetta er lífræn sorpeyðing?

„Já þetta er það. Þetta er það,“ segir Sigrún Thorlacius.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×