Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:45 Systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í morgun. Þá lá hún enn inni á salerninu. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11