Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2018 11:32 Björn Leví segir að eineltið sem hann lenti í sem strákur hafi markað hann fyrir lífstíð. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata þurfti að bregða sér afsíðis til að jafna sig eftir ræðu sem hann flutti á þinginu í vikunni. Þar gerði hann að umfjöllunarefni ofbeldi sem drengur nokkur mátti sæta, atvik sem faðir drengsins gerði að umfjöllunarefni á Facebook. Tilefnið var einskonar gríndagur sem haldinn er „hátíðlegur“ á ári hverju og heitir „Kick a Ginger“ eða spörkum í rauðhærða. Grín, en grín getur verið dauðans alvara. Yfir Björn Leví hvolfdust erfiðar minningar. Sjálfur var hann lagður í einelti á grunnskólaárum sínum. Sem markaði hann fyrir lífstíð. Það átti sér stað í skólum í Þorlákshöfn, Grundarfirði og Sauðárkróki, en Björn ólst upp hjá einstæðri móður sinni sem af ýmsum ástæðum fór á milli staða, til að fylgja fjölskyldu meðal annars. Þetta var á árunum 1982 til 1991. Björn Leví segir að umræðan um einelti hafi ekki verið óþekkt á þessum árum. „Það var að komast aðeins vitundarvakning, en fólk vissi ekki mikið hvað þetta var raunverulega. Þekkti orðið og notaði það en kunni ekkert að bregðast við.“Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn segist ekki vita það nákvæmlega hvernig stóð á því að hann var tekinn út úr. „Ég spurði löngu seinna þann sem allir nefndu sem aðal gerandann. Hann sagði að það hefði verið ákveðin afbrýðissemi. þá gagnvart öllum svo sem, því margir lentu í útistöðum við hann.Samt var hann svona vinsæli strákurinn, mjög bandarísk high school steríótýpa.“ Þetta var á Sauðárkróki þar sem Björn Leví var í tvö ár. Oft er það svo, ef að er gáð, að þeir sem beita einelti eiga sjálfir við einhvers konar vanda að etja en Björn Leví segist ekki merkja það hvað varðar aðstæður þessa tiltekna einstaklings. „Ég var ekki var við það. Þetta var vinsælasti strákurinn og leit ekki út fyrir að eiga í neinu veseni.“ Sérkennilegar útskýringar geranda Björn Leví segist ekki muna það nákvæmlega hvernig eineltið hófst. Hann var 6 ára á Grundarfirði, 7 ára í Þorlákshöfn, 8 ára í Grundarfirði, þá 9 og 10 ára á Sauðárkróki og svo kláraði hann grunnskólann í Grundafirði. Eineltið fylgdi honum.Björn Leví fór í það að skoða sín mál fyrir nokkrum árum og sendi þá samnemendum sínum bréf. Svörin voru á þá leið að böndin beindust einkum að einum og sama stráknum, þeim vinsælasta í skólanum.visir/vilhelmEn, hvernig lýsti þetta einelti sér?„Þetta voru uppnefningar, slagsmál, útilokun. Mest uppnefningar og svo fyrirlitningin sem fylgir þeim. Það var talað við mann eins og maður sé einskis virði.“ Ráðleggingarnar sem Björn Leví fékk frá skólayfirvöldum og fjölskyldu var að hunsa þetta, loka á og hlusta ekki. „Maður er í stöðugri baráttu; er þetta ég, er þetta mér að kenna? Sjálfsefinn er rosalegur.“ Björn Leví var mjög góður námsmaður. Hann átti mjög auðvelt með nám. Gat sökkt sér niður í bækur og átti auðvelt með að leysa gátur. En, hann telur að sú öfund sem gerandinn nefndi, sé ekki á því reist. „Nei, hann sagði fótbolti. Sem var fáránleg ástæða. Kannski var það ástæða seinna, ég var aldrei neitt sérstaklega góður í fótbolta. Aðrir voru valdir fram yfir mig.“Einelti aldrei til góðs Þingmaðurinn hefur þetta til marks um að þegar hann mætti þessu, en nánar verður vikið að því síðar, hafi viðbrögðin einkennst af undanbrögðum.En, hver eru mótunaráhrifin?„Ég hef oft pælt í því eftir á, væri ég sama manneskjan án þess að hafa lent í ofbeldi og einelti? Myndi mér líka við sjálfan mig sem sú manneskja sem lenti ekki í einelti? Því raunin og nauðsynin er auðvitað að þetta er ekki þér að kenna, hvernig væri maður þá öðruvísi án þessarar reynslu?Þingflokkur Pírata. Tilfinning Björns Levís er sú að þar megi finna óvenju hátt hlutfall eineltisfórnarlamba.fbl/Anton BrinkNú eru oft sagðar sögur af fólki sem hefur mátt sæta einelti sem seinna hefur náð langt á sínu sviði?„Nokkrar, sögurnar um hina eru færri en tilvikin fleiri. Nei, ég held að einelti hvetji menn aldrei til dáða. Sumir nota það kannski sem ákveðið eldsneyti. Reynslan af því að ganga í gegnum ofbeldi er mismunandi hjá fólki en ofbeldið er alltaf það sama.“Þingið hjóm miðað við alvöru einelti Björn Leví segir að þetta hafi skerpt á því sem kalla megi réttlætiskennd og hann upplifir það svo að margir innan Pírata eigi sér eineltissögu. „Það bjó til ákveðna réttlætiskennd í mér að minnsta kosti.“Já, einmitt. það sem mig langaði þá til að spyrja þig um. Sko, það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þingmennskan er fremur svona harkalegur vettvangur. Og víst er að þingmenn mega sæta umræðu sem oft er á mörkum þess að vera boðleg í þeirra garð. Hvað verður þá eiginlega til þess að Björn Leví velur þér þann starfsvettvang? Hann segir að sér hafi ávallt blöskrað stjórnmálin. „Þá yfirgangurinn í mörgum stjórnmálamönnum. Það er að vissu leyti þannig sem ég hef nálgast stjórnmálin. Mig langar að segja nei við svoleiðis hegðun. Verst er að meðvirknin er algerlega yfirgengileg líka, nákvæmlega eins og í eineltinu. En, nei. Það er ekkert sem stjórnmálaumræðan hefur á eineltið. Stælarnir á þinginu eru smámunir í samanburði.Allt þetta væl um að hitt og þetta sé einelti á þingi, stjórnmálamenn sem smætta það hugtak sem lýsingu á því sem þeir þurfa að þola í opinberri umræðu er ekkert nema móðgun við þolendur eineltis.“Segist átakafælinn vegna eineltisinsEn, engu að síður, með þig og þingmennskuna, nú mætti ætla að þeir sem mega þola einelti gerist átakafælnir. En, það vantar ekkert uppá að þú sért sæmilega herskár á þingi?Björn Leví í þingsal. Þó fæstir myndu telja hann átakafælinn segir hann eineltið hafa orðið til þess að hann eigi við stöðugan sjálfsefa að stríða.„Jú, einelti getur orsakað átakafælni. Það er tvímælalaust til hjá mér líka. Ég lendi alveg í því að bakka þegar ég ætti ekki að gera það. Ég er lengur að ákveða að standa á fætur. Ég þarf að fara í gegnum sjálfsskoðunarferlið fyrst, sjálfsefaferlið. Það gerir að verkum að ég er alltaf að spyrja mig, gagnrýna mig. Ég er orðinn ansi sjóaður í því og tel það reyndar kost.“En, þú metur það svo að þú hafir orðið fyrir varanlegu tjóni?„Auðvitað. En, á sama tíma; myndi ég vilja mig öðruvísi? Nei. En þýðir það að ef ég myndi vilja að aðrir hefðu skilning á minni stöðu? Nei, því þá þyrftu þeir að ganga í gegnum það sama og ég. Ef ég ætti að velja, ganga í gegnum þetta aftur til þess að verða ég ... myndi ég gera það? Ég veit það ekki. Ég myndi ekki vilja upplifa það aftur, en á sama tíma myndi ég ekki vilja hætta að vera ég. Þetta er að vera á milli steins og sleggju.“Vorkennir gerendum ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinnaEf þú skoðar hug þinn nú, hvaða tilfinningar bærast í þér gagnvart gerendum? Berðu kala til þeirra?„Já, auðvitað. En eins og ég sagði við gerandann. Ég hef enga þörf fyrir afsökun frá honum. Tólf ára ég þurfti þess. Hann má endilega hafa það sem verst vitandi af því að hafa gert þessa hryllilegu hluti sem barn við svo mörg önnur börn. Það er eitthvað sem hann verður bara að vinna út úr fyrir sig. Ef hann er sáttur við sjálfan sig eftir að hafa unnið úr því, flott. Ég bað hann bara um að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni hjá sínum krökkum. Hitt, milli okkar er búið og gert.“Björn Leví ræddi við einn helsta geranda í sínum eineltismálum en svörin voru sérkennileg. Gerandinn vildi meina að hann hefði gengið svona fram vegna öfundar.Björn Leví vill ekki flokka það einelti sem hann lenti í sem svæsið. „Ég veit um svæsnari tilfelli. En þau eru aðallega þá líkamleg líka. Ég slapp alveg við það. En lengi var þetta andlegt ofbeldi.“ Bréf Björns til samnemenda sinna Það var fyrir nokkrum árum, þegar eineltismál voru til umfjöllunar í fjölmiðlum, að Björn Leví fór að skoða sín mál nánar. Og ákvað þá að leita skýringa og eiga orð við gerendur. Hann sendi þá svohljóðandi bréf til samnemenda sinna:„Það eru nú liðin 18 ár eða svo síðan grunnskóla lauk og ýmislegt hefur gerst síðan þá. Hvað sem hefur gerst síðan breytir hins vegar ekki því sem gerðist og kastljósviðtal sem var sýnt 27. okt í sjónvarpinu fékk mig til þess að rifja upp grunnskólaárin enn á ný. Sama dag og viðtalið var sýnt var einnig átaki gegn einelti ýtt úr vör hjá heimili og skóla. Svona í þeim anda langaði mig til þess að gera aðeins upp fortíðina með forvörn í huga. Núna 18 árum seinna eru mörg okkar orðnir foreldrar og ég spyr einfaldlega, verður barnið þitt gerandi, áhorfandi eða þolandi eineltis? Spurningin er okkur nærri því við vorum í bekk þar sem einelti var daglegt brauð. Eins og kemur fram í viðtalinu þá upplifir fólk einelti á mjög mismunandi hátt. Reynsla þeirra sem eru gerendur, áhorfendur og þolendur er gríðarlega mismunandi. Mig langað því til þess að rifja aðeins upp reynslu okkar af þessum árum. Réttara sagt langaði mig til þess að spyrja þig (ég sendi þetta bréf til allra í bekknum) hvernig þú manst eftir því einelti sem ég varð fyrir, hverjir þér fannst taka þátt, hverjir aðrir lentu í einelti og hver þú heldur að hafi verið langtímaáhrif eineltisins? ... og svo mikilvægasta spurningin, af hverju? Af hverju er erfið spurning, það er ekki bara af hverju ég heldur líka af hverju þú? Af hverju varst þú gerandi, áhorfandi eða þolandi? Svarið gæti alveg verið "ég hafði ekki hugmynd um ...", "þú varst ljótur og leiðinlegur" eða "ég þorði ekki að gera neitt". Skiptir ekki máli, þetta gerðist fyrir meira en 18 árum síðan og það vatn er löngu runnið til sjávar. Mestu máli skiptir að svarið sé hreinskilið því ef þú skilur af hverju þá getur þú komið í veg fyrir það ef börnin þín lenda í eineltisaðstæðum.“Erfitt að trúa öðru eins uppá barn sitt Svörin sem Björn Leví fékk við þessari fyrirspurn sinni voru á þann veg að margir urðu til að benda á áðurnefndan einstakling sem nú er flugmaður og situr í FÍA. Björn Leví setti sig í samband við hann en svörin voru eins og áður sagði, heldur sérkennileg. Þegar þessi mál komu upp á sínum tíma vissi fólk ekki hvernig bregðast skyldi við. Leitað var til skólayfirvalda og ítrekað var talað við umsjónarkennara og skólastjóra af hálfu fjölskyldu Björns.Björn Leví segir stæla á þingi hjóm eitt í samanburði við alvöru einelti og upphrópanir um einelti á þeim vettvangi sé móðgun við fórnarlömb slíks.visir/vilhelm„Viðbrögðin voru misgóð. Dræm viðbrögð yfirleitt og eftir á að hyggja líklega bæði vegna þekkingarleysis og vanmats. Stundum var talað við gerendur, stundum var talað við bekkinn þá á meðan ég var þar líka. Allir vissu að það var verið að „skamma“ alla út af mér - fannst mér að minnsta kosti. Stundum var talað við foreldra. Og það virtist hafa mest áhrif. En, það var líka sama vandamál þar. Þeir gerðu lítið úr vandamálinu. Það er nefnilega erfitt að trúa að barnið manns sé að gera svona.“Sjaldan séð eins mikið eftir súkkulaðibita Björn Leví minnist eins atviks sem gripið var til en gaf ekki sérlega góða raun. „Foreldrar reyndu að skikka gerendur til að umgangast mig. Skipuðu geranda: „Leiktu við hann!“ Það var stórkostlega undarlegt. Hann sat þarna heima hjá mér, hundfúll.Ég reyndi að vera jákvæður. Gaf honum súkkulaði sem ég átti. Ég hef sjaldan séð eins mikið eftir súkkulaðibita. Ég verandi algjör sælgætisgrís. Ég var einhvern vegin svo hissa á þessu, batt einhverjar vonir við að eitthvað hefði breyst. En eftir á að hyggja þá var hann bara að tékka í boxið að hafa gert eins og foreldrar hans sögðu honum.“ Þetta var þegar Björn var 11 til 12 ára gamall. En, hvernig sýnist honum staðan vera nú miðað við fyrir 20 árum? Er eitthvað sem við getum betur gert? „Það lítur að minnsta kosti út fyrir að skólar taki þetta miklu alvarlegar núna. Það koma vissulega upp tilvik en yfirleitt heyrir maður að skólar bregðist vel og alvarlega við þegar það er vakin athygli á málinu. Samt, eru alltaf tilvik.“ Börn og uppeldi Tengdar fréttir Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Las frásögn föður drengsins í ræðustól á Alþingi. 21. nóvember 2018 16:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata þurfti að bregða sér afsíðis til að jafna sig eftir ræðu sem hann flutti á þinginu í vikunni. Þar gerði hann að umfjöllunarefni ofbeldi sem drengur nokkur mátti sæta, atvik sem faðir drengsins gerði að umfjöllunarefni á Facebook. Tilefnið var einskonar gríndagur sem haldinn er „hátíðlegur“ á ári hverju og heitir „Kick a Ginger“ eða spörkum í rauðhærða. Grín, en grín getur verið dauðans alvara. Yfir Björn Leví hvolfdust erfiðar minningar. Sjálfur var hann lagður í einelti á grunnskólaárum sínum. Sem markaði hann fyrir lífstíð. Það átti sér stað í skólum í Þorlákshöfn, Grundarfirði og Sauðárkróki, en Björn ólst upp hjá einstæðri móður sinni sem af ýmsum ástæðum fór á milli staða, til að fylgja fjölskyldu meðal annars. Þetta var á árunum 1982 til 1991. Björn Leví segir að umræðan um einelti hafi ekki verið óþekkt á þessum árum. „Það var að komast aðeins vitundarvakning, en fólk vissi ekki mikið hvað þetta var raunverulega. Þekkti orðið og notaði það en kunni ekkert að bregðast við.“Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn segist ekki vita það nákvæmlega hvernig stóð á því að hann var tekinn út úr. „Ég spurði löngu seinna þann sem allir nefndu sem aðal gerandann. Hann sagði að það hefði verið ákveðin afbrýðissemi. þá gagnvart öllum svo sem, því margir lentu í útistöðum við hann.Samt var hann svona vinsæli strákurinn, mjög bandarísk high school steríótýpa.“ Þetta var á Sauðárkróki þar sem Björn Leví var í tvö ár. Oft er það svo, ef að er gáð, að þeir sem beita einelti eiga sjálfir við einhvers konar vanda að etja en Björn Leví segist ekki merkja það hvað varðar aðstæður þessa tiltekna einstaklings. „Ég var ekki var við það. Þetta var vinsælasti strákurinn og leit ekki út fyrir að eiga í neinu veseni.“ Sérkennilegar útskýringar geranda Björn Leví segist ekki muna það nákvæmlega hvernig eineltið hófst. Hann var 6 ára á Grundarfirði, 7 ára í Þorlákshöfn, 8 ára í Grundarfirði, þá 9 og 10 ára á Sauðárkróki og svo kláraði hann grunnskólann í Grundafirði. Eineltið fylgdi honum.Björn Leví fór í það að skoða sín mál fyrir nokkrum árum og sendi þá samnemendum sínum bréf. Svörin voru á þá leið að böndin beindust einkum að einum og sama stráknum, þeim vinsælasta í skólanum.visir/vilhelmEn, hvernig lýsti þetta einelti sér?„Þetta voru uppnefningar, slagsmál, útilokun. Mest uppnefningar og svo fyrirlitningin sem fylgir þeim. Það var talað við mann eins og maður sé einskis virði.“ Ráðleggingarnar sem Björn Leví fékk frá skólayfirvöldum og fjölskyldu var að hunsa þetta, loka á og hlusta ekki. „Maður er í stöðugri baráttu; er þetta ég, er þetta mér að kenna? Sjálfsefinn er rosalegur.“ Björn Leví var mjög góður námsmaður. Hann átti mjög auðvelt með nám. Gat sökkt sér niður í bækur og átti auðvelt með að leysa gátur. En, hann telur að sú öfund sem gerandinn nefndi, sé ekki á því reist. „Nei, hann sagði fótbolti. Sem var fáránleg ástæða. Kannski var það ástæða seinna, ég var aldrei neitt sérstaklega góður í fótbolta. Aðrir voru valdir fram yfir mig.“Einelti aldrei til góðs Þingmaðurinn hefur þetta til marks um að þegar hann mætti þessu, en nánar verður vikið að því síðar, hafi viðbrögðin einkennst af undanbrögðum.En, hver eru mótunaráhrifin?„Ég hef oft pælt í því eftir á, væri ég sama manneskjan án þess að hafa lent í ofbeldi og einelti? Myndi mér líka við sjálfan mig sem sú manneskja sem lenti ekki í einelti? Því raunin og nauðsynin er auðvitað að þetta er ekki þér að kenna, hvernig væri maður þá öðruvísi án þessarar reynslu?Þingflokkur Pírata. Tilfinning Björns Levís er sú að þar megi finna óvenju hátt hlutfall eineltisfórnarlamba.fbl/Anton BrinkNú eru oft sagðar sögur af fólki sem hefur mátt sæta einelti sem seinna hefur náð langt á sínu sviði?„Nokkrar, sögurnar um hina eru færri en tilvikin fleiri. Nei, ég held að einelti hvetji menn aldrei til dáða. Sumir nota það kannski sem ákveðið eldsneyti. Reynslan af því að ganga í gegnum ofbeldi er mismunandi hjá fólki en ofbeldið er alltaf það sama.“Þingið hjóm miðað við alvöru einelti Björn Leví segir að þetta hafi skerpt á því sem kalla megi réttlætiskennd og hann upplifir það svo að margir innan Pírata eigi sér eineltissögu. „Það bjó til ákveðna réttlætiskennd í mér að minnsta kosti.“Já, einmitt. það sem mig langaði þá til að spyrja þig um. Sko, það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þingmennskan er fremur svona harkalegur vettvangur. Og víst er að þingmenn mega sæta umræðu sem oft er á mörkum þess að vera boðleg í þeirra garð. Hvað verður þá eiginlega til þess að Björn Leví velur þér þann starfsvettvang? Hann segir að sér hafi ávallt blöskrað stjórnmálin. „Þá yfirgangurinn í mörgum stjórnmálamönnum. Það er að vissu leyti þannig sem ég hef nálgast stjórnmálin. Mig langar að segja nei við svoleiðis hegðun. Verst er að meðvirknin er algerlega yfirgengileg líka, nákvæmlega eins og í eineltinu. En, nei. Það er ekkert sem stjórnmálaumræðan hefur á eineltið. Stælarnir á þinginu eru smámunir í samanburði.Allt þetta væl um að hitt og þetta sé einelti á þingi, stjórnmálamenn sem smætta það hugtak sem lýsingu á því sem þeir þurfa að þola í opinberri umræðu er ekkert nema móðgun við þolendur eineltis.“Segist átakafælinn vegna eineltisinsEn, engu að síður, með þig og þingmennskuna, nú mætti ætla að þeir sem mega þola einelti gerist átakafælnir. En, það vantar ekkert uppá að þú sért sæmilega herskár á þingi?Björn Leví í þingsal. Þó fæstir myndu telja hann átakafælinn segir hann eineltið hafa orðið til þess að hann eigi við stöðugan sjálfsefa að stríða.„Jú, einelti getur orsakað átakafælni. Það er tvímælalaust til hjá mér líka. Ég lendi alveg í því að bakka þegar ég ætti ekki að gera það. Ég er lengur að ákveða að standa á fætur. Ég þarf að fara í gegnum sjálfsskoðunarferlið fyrst, sjálfsefaferlið. Það gerir að verkum að ég er alltaf að spyrja mig, gagnrýna mig. Ég er orðinn ansi sjóaður í því og tel það reyndar kost.“En, þú metur það svo að þú hafir orðið fyrir varanlegu tjóni?„Auðvitað. En, á sama tíma; myndi ég vilja mig öðruvísi? Nei. En þýðir það að ef ég myndi vilja að aðrir hefðu skilning á minni stöðu? Nei, því þá þyrftu þeir að ganga í gegnum það sama og ég. Ef ég ætti að velja, ganga í gegnum þetta aftur til þess að verða ég ... myndi ég gera það? Ég veit það ekki. Ég myndi ekki vilja upplifa það aftur, en á sama tíma myndi ég ekki vilja hætta að vera ég. Þetta er að vera á milli steins og sleggju.“Vorkennir gerendum ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinnaEf þú skoðar hug þinn nú, hvaða tilfinningar bærast í þér gagnvart gerendum? Berðu kala til þeirra?„Já, auðvitað. En eins og ég sagði við gerandann. Ég hef enga þörf fyrir afsökun frá honum. Tólf ára ég þurfti þess. Hann má endilega hafa það sem verst vitandi af því að hafa gert þessa hryllilegu hluti sem barn við svo mörg önnur börn. Það er eitthvað sem hann verður bara að vinna út úr fyrir sig. Ef hann er sáttur við sjálfan sig eftir að hafa unnið úr því, flott. Ég bað hann bara um að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni hjá sínum krökkum. Hitt, milli okkar er búið og gert.“Björn Leví ræddi við einn helsta geranda í sínum eineltismálum en svörin voru sérkennileg. Gerandinn vildi meina að hann hefði gengið svona fram vegna öfundar.Björn Leví vill ekki flokka það einelti sem hann lenti í sem svæsið. „Ég veit um svæsnari tilfelli. En þau eru aðallega þá líkamleg líka. Ég slapp alveg við það. En lengi var þetta andlegt ofbeldi.“ Bréf Björns til samnemenda sinna Það var fyrir nokkrum árum, þegar eineltismál voru til umfjöllunar í fjölmiðlum, að Björn Leví fór að skoða sín mál nánar. Og ákvað þá að leita skýringa og eiga orð við gerendur. Hann sendi þá svohljóðandi bréf til samnemenda sinna:„Það eru nú liðin 18 ár eða svo síðan grunnskóla lauk og ýmislegt hefur gerst síðan þá. Hvað sem hefur gerst síðan breytir hins vegar ekki því sem gerðist og kastljósviðtal sem var sýnt 27. okt í sjónvarpinu fékk mig til þess að rifja upp grunnskólaárin enn á ný. Sama dag og viðtalið var sýnt var einnig átaki gegn einelti ýtt úr vör hjá heimili og skóla. Svona í þeim anda langaði mig til þess að gera aðeins upp fortíðina með forvörn í huga. Núna 18 árum seinna eru mörg okkar orðnir foreldrar og ég spyr einfaldlega, verður barnið þitt gerandi, áhorfandi eða þolandi eineltis? Spurningin er okkur nærri því við vorum í bekk þar sem einelti var daglegt brauð. Eins og kemur fram í viðtalinu þá upplifir fólk einelti á mjög mismunandi hátt. Reynsla þeirra sem eru gerendur, áhorfendur og þolendur er gríðarlega mismunandi. Mig langað því til þess að rifja aðeins upp reynslu okkar af þessum árum. Réttara sagt langaði mig til þess að spyrja þig (ég sendi þetta bréf til allra í bekknum) hvernig þú manst eftir því einelti sem ég varð fyrir, hverjir þér fannst taka þátt, hverjir aðrir lentu í einelti og hver þú heldur að hafi verið langtímaáhrif eineltisins? ... og svo mikilvægasta spurningin, af hverju? Af hverju er erfið spurning, það er ekki bara af hverju ég heldur líka af hverju þú? Af hverju varst þú gerandi, áhorfandi eða þolandi? Svarið gæti alveg verið "ég hafði ekki hugmynd um ...", "þú varst ljótur og leiðinlegur" eða "ég þorði ekki að gera neitt". Skiptir ekki máli, þetta gerðist fyrir meira en 18 árum síðan og það vatn er löngu runnið til sjávar. Mestu máli skiptir að svarið sé hreinskilið því ef þú skilur af hverju þá getur þú komið í veg fyrir það ef börnin þín lenda í eineltisaðstæðum.“Erfitt að trúa öðru eins uppá barn sitt Svörin sem Björn Leví fékk við þessari fyrirspurn sinni voru á þann veg að margir urðu til að benda á áðurnefndan einstakling sem nú er flugmaður og situr í FÍA. Björn Leví setti sig í samband við hann en svörin voru eins og áður sagði, heldur sérkennileg. Þegar þessi mál komu upp á sínum tíma vissi fólk ekki hvernig bregðast skyldi við. Leitað var til skólayfirvalda og ítrekað var talað við umsjónarkennara og skólastjóra af hálfu fjölskyldu Björns.Björn Leví segir stæla á þingi hjóm eitt í samanburði við alvöru einelti og upphrópanir um einelti á þeim vettvangi sé móðgun við fórnarlömb slíks.visir/vilhelm„Viðbrögðin voru misgóð. Dræm viðbrögð yfirleitt og eftir á að hyggja líklega bæði vegna þekkingarleysis og vanmats. Stundum var talað við gerendur, stundum var talað við bekkinn þá á meðan ég var þar líka. Allir vissu að það var verið að „skamma“ alla út af mér - fannst mér að minnsta kosti. Stundum var talað við foreldra. Og það virtist hafa mest áhrif. En, það var líka sama vandamál þar. Þeir gerðu lítið úr vandamálinu. Það er nefnilega erfitt að trúa að barnið manns sé að gera svona.“Sjaldan séð eins mikið eftir súkkulaðibita Björn Leví minnist eins atviks sem gripið var til en gaf ekki sérlega góða raun. „Foreldrar reyndu að skikka gerendur til að umgangast mig. Skipuðu geranda: „Leiktu við hann!“ Það var stórkostlega undarlegt. Hann sat þarna heima hjá mér, hundfúll.Ég reyndi að vera jákvæður. Gaf honum súkkulaði sem ég átti. Ég hef sjaldan séð eins mikið eftir súkkulaðibita. Ég verandi algjör sælgætisgrís. Ég var einhvern vegin svo hissa á þessu, batt einhverjar vonir við að eitthvað hefði breyst. En eftir á að hyggja þá var hann bara að tékka í boxið að hafa gert eins og foreldrar hans sögðu honum.“ Þetta var þegar Björn var 11 til 12 ára gamall. En, hvernig sýnist honum staðan vera nú miðað við fyrir 20 árum? Er eitthvað sem við getum betur gert? „Það lítur að minnsta kosti út fyrir að skólar taki þetta miklu alvarlegar núna. Það koma vissulega upp tilvik en yfirleitt heyrir maður að skólar bregðist vel og alvarlega við þegar það er vakin athygli á málinu. Samt, eru alltaf tilvik.“
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Las frásögn föður drengsins í ræðustól á Alþingi. 21. nóvember 2018 16:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Las frásögn föður drengsins í ræðustól á Alþingi. 21. nóvember 2018 16:25