Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 17:45 vísir/getty Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira