Ákveðin samfélagsleg skylda að ræða eineltið Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Salka Sól varð fyrir einelti á grunnskólaárum og fer senn með reynslusögu sína í skóla landsins. Fréttablaðið/Anton Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld vinnur nú að forvarnarverkefni gegn einelti, Krakkar með krökkum, í samstarfi við Heimili og skóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í eineltismálum. Verkefnið fer af stað eftir áramót. Salka Sól steig fram fyrir um ári og lýsti því að hún hefði orðið fyrir miklu einelti á grunnskólaaldri. „Það sem ég get gert til að sporna gegn einelti er að miðla reynslu minni og því hvernig ég vann úr mínum málum. Ég legg áherslu á það í þessu samstarfsverkefni. Það er mjög gott að hafa Vöndu með mér í þessu verkefni enda er hún sérfræðingur á sínu sviði, mjög fróð og búin að kynna sér þessi mál í víða. Við erum búin að fá afskaplega örláta styrki fyrir verkefninu og stefnum að því að fara af stað með það eftir áramót,“ segir Salka Sól. Sjálf hefur hún einnig verið með fyrirlestra í nokkrum grunn- og menntaskólum en einnig meðal foreldrafélaga til að vekja fólk til umhugsunar um einelti. „Við viljum með þessu verkefni einblína á einstaklinginn og að hann sé hluti af heildinni.“ Salka Sól segir að hún hefði viljað byrja að vinna fyrr í sjálfri sér en gerði það í raun ekki fyrr en 12 árum eftir að eineltið hætti þegar hún leitaði til sálfræðings. „Fyrir vikið átti ég í erfiðleikum með að mynda sambönd og finna mig. Eineltið gerist á þeim tíma á unglingsárunum, sem er viðkvæmur tími og allir að reyna að finna sig. Ég var eins og það kallast „late bloomer“ og stór hluti af því er þessi lífsreynsla.“ Salka Sól elti drauma sína um að verða leik- og söngkona og uppskar vel. Eftir að hún varð þekkt í þjóðfélaginu tók hún þá ákvörðun að ræða aldrei erfiða reynslu sína af einelti. „Það var skömm sem fylgdi því að hafa orðið fyrir einelti. Ég sagði engum frá þessu lengi vel. Foreldrar mínir og fjölskylda vissu þetta en enginn í seinni tíð. Ég skammaðist mín.“ Þegar hún fékk hlutverk í Þjóðleikhúsinu og kynntist nýju fólki hafi hún opnað sig og rætt sín mál við nokkra sem hún vann með. „Ég ræddi þetta við Stefán Karl, blessuð sé minning hans. Stefán Karl, besti maður í heimi, varð líka fyrir einelti. Þeir hjálpuðu mér mikið og það helltist yfir mig einhver tilfinning um að það væri mín samfélagslega skylda að gera eitthvað meira með þetta,“ segir Salka Sól. „Í stað þess að tönnlast alltaf á því sem gerðist og því sem var þá vil ég hamra á því að fagna fjölbreytileikanum og kenna krökkum að það eru ekki allir eins. Þetta er svo lítið land og ef það kemur einhver úlpa í tísku þá eiga allir hana og ef þú átt hana ekki þá getur það verið erfitt. Við erum öll skrítin á okkar hátt og það eru ekki allir eins, sem betur fer!“ Internetið var ekki orðið eins stór hluti af lífi samfélagsins á þeim tíma sem Salka Sól varð fyrir einelti. Hins vegar hafa gerendur í dag tekið tæknina í sína þjónustu sem veldur því að börn eru í ríkari mæli lögð í einelti með smáskilaboðum í gegnum síma og á samskiptasíðum á netinu. „Mér finnst ég nú þurfa að fjalla um það líka þó ég þekki það ekki af eigin reynslu en stór hluti af einelti í dag fer fram á netinu. Ég man reyndar eftir því þegar samfélagsmiðlar voru að ryðja sér til rúms þegar ég var í menntaskóla, þá var predikað yfir manni um að haga sér vel á netinu því það sem maður setti þar fram væri þar að eilífu. En svo sér maður hvernig margt fullorðið fólk hagar sér á netinu í dag, það ætti kannski að líta í eigin barm.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld vinnur nú að forvarnarverkefni gegn einelti, Krakkar með krökkum, í samstarfi við Heimili og skóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í eineltismálum. Verkefnið fer af stað eftir áramót. Salka Sól steig fram fyrir um ári og lýsti því að hún hefði orðið fyrir miklu einelti á grunnskólaaldri. „Það sem ég get gert til að sporna gegn einelti er að miðla reynslu minni og því hvernig ég vann úr mínum málum. Ég legg áherslu á það í þessu samstarfsverkefni. Það er mjög gott að hafa Vöndu með mér í þessu verkefni enda er hún sérfræðingur á sínu sviði, mjög fróð og búin að kynna sér þessi mál í víða. Við erum búin að fá afskaplega örláta styrki fyrir verkefninu og stefnum að því að fara af stað með það eftir áramót,“ segir Salka Sól. Sjálf hefur hún einnig verið með fyrirlestra í nokkrum grunn- og menntaskólum en einnig meðal foreldrafélaga til að vekja fólk til umhugsunar um einelti. „Við viljum með þessu verkefni einblína á einstaklinginn og að hann sé hluti af heildinni.“ Salka Sól segir að hún hefði viljað byrja að vinna fyrr í sjálfri sér en gerði það í raun ekki fyrr en 12 árum eftir að eineltið hætti þegar hún leitaði til sálfræðings. „Fyrir vikið átti ég í erfiðleikum með að mynda sambönd og finna mig. Eineltið gerist á þeim tíma á unglingsárunum, sem er viðkvæmur tími og allir að reyna að finna sig. Ég var eins og það kallast „late bloomer“ og stór hluti af því er þessi lífsreynsla.“ Salka Sól elti drauma sína um að verða leik- og söngkona og uppskar vel. Eftir að hún varð þekkt í þjóðfélaginu tók hún þá ákvörðun að ræða aldrei erfiða reynslu sína af einelti. „Það var skömm sem fylgdi því að hafa orðið fyrir einelti. Ég sagði engum frá þessu lengi vel. Foreldrar mínir og fjölskylda vissu þetta en enginn í seinni tíð. Ég skammaðist mín.“ Þegar hún fékk hlutverk í Þjóðleikhúsinu og kynntist nýju fólki hafi hún opnað sig og rætt sín mál við nokkra sem hún vann með. „Ég ræddi þetta við Stefán Karl, blessuð sé minning hans. Stefán Karl, besti maður í heimi, varð líka fyrir einelti. Þeir hjálpuðu mér mikið og það helltist yfir mig einhver tilfinning um að það væri mín samfélagslega skylda að gera eitthvað meira með þetta,“ segir Salka Sól. „Í stað þess að tönnlast alltaf á því sem gerðist og því sem var þá vil ég hamra á því að fagna fjölbreytileikanum og kenna krökkum að það eru ekki allir eins. Þetta er svo lítið land og ef það kemur einhver úlpa í tísku þá eiga allir hana og ef þú átt hana ekki þá getur það verið erfitt. Við erum öll skrítin á okkar hátt og það eru ekki allir eins, sem betur fer!“ Internetið var ekki orðið eins stór hluti af lífi samfélagsins á þeim tíma sem Salka Sól varð fyrir einelti. Hins vegar hafa gerendur í dag tekið tæknina í sína þjónustu sem veldur því að börn eru í ríkari mæli lögð í einelti með smáskilaboðum í gegnum síma og á samskiptasíðum á netinu. „Mér finnst ég nú þurfa að fjalla um það líka þó ég þekki það ekki af eigin reynslu en stór hluti af einelti í dag fer fram á netinu. Ég man reyndar eftir því þegar samfélagsmiðlar voru að ryðja sér til rúms þegar ég var í menntaskóla, þá var predikað yfir manni um að haga sér vel á netinu því það sem maður setti þar fram væri þar að eilífu. En svo sér maður hvernig margt fullorðið fólk hagar sér á netinu í dag, það ætti kannski að líta í eigin barm.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira