Skýr skilaboð Rannveig Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Sjá meira
Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar