Átak í kvikmyndagerð Ágúst Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna!
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun