Kjaragæsin og kaupmáttareggin Ísak Einar Rúnarsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísak Rúnarsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri?
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun