Nú brúum við bilið! Skúli Helgason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun