„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:22 Verslanir Elko eru meðal þeirra sem tekið hafa hinum svokallaða Svarta föstudegi fagnandi. Vísir/vilhelm Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu. Neytendur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu.
Neytendur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira