Íhuga að leggja fram vantraust á ríkisstjórn Solberg Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 08:21 Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, segir þingflokkinn enn eiga eftir að ræða málið almennilega. Getty/bloomberg Norski Miðflokkurinn (SP) íhugar nú að leggja fram vantrausttillögu á forsætisráðherrann Ernu Solberg og ríkisstjórn hennar. Frá þessu greindi formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum í útvarpsviðtali hjá NTB í morgun. Vedum segir ástæðuna vera að ríkisstjórninni hafi mistekist að tryggja öryggi opinberra bygginga og innviði, sem hefur verið mikilvægur þáttur í norskri stjórnmálaumræðu í kjölfar hryðjuverkaárásar Anders Behring Breivik í höfuðborginni Ósló og Útey þann 22. júlí 2011. „Við íhugum vantraust þar sem ríkisstjórn hefur veitt þinginu ófullnægjandi og rangar upplýsingar,“ sagði Vedum í viðtalinu. Hann segir þó að enn eigi eftir að fara fram almennileg umræða um málið innan þingflokks Miðflokksins. Ríkisendurskoðandi Noregs hefur sömuleiðis gagnrýnt ríkisstjórnina og bent á ýmsa vankanta þegar kemur að viðbrögðum hennar við ábendingum um hvað mætti betur fara þegar kemur að öryggi í landinu.Gustað um ríkisstjórnina Miðflokkurinn mun í dag leggja fram tillögur á þinginu sem snúa að því að leggja stóraukið fé í að efla her og löggæslu í landinu. Mikið hefur gustað um ríkisstjórn Solberg að undanförnu vegna deilna innan stuðningsflokksins Kristilega þjóðarflokksins sem íhugaði að ganga til liðs við rauðu blokkina sem nú er í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ákvað þó á flokksþingi að áfram tilheyra bláu blokkinni en krefjast beinnar aðildar að ríkisstjórn Hægriflokks Solberg, Framfaraflokksins og Venstre. Norðurlönd Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Norski Miðflokkurinn (SP) íhugar nú að leggja fram vantrausttillögu á forsætisráðherrann Ernu Solberg og ríkisstjórn hennar. Frá þessu greindi formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum í útvarpsviðtali hjá NTB í morgun. Vedum segir ástæðuna vera að ríkisstjórninni hafi mistekist að tryggja öryggi opinberra bygginga og innviði, sem hefur verið mikilvægur þáttur í norskri stjórnmálaumræðu í kjölfar hryðjuverkaárásar Anders Behring Breivik í höfuðborginni Ósló og Útey þann 22. júlí 2011. „Við íhugum vantraust þar sem ríkisstjórn hefur veitt þinginu ófullnægjandi og rangar upplýsingar,“ sagði Vedum í viðtalinu. Hann segir þó að enn eigi eftir að fara fram almennileg umræða um málið innan þingflokks Miðflokksins. Ríkisendurskoðandi Noregs hefur sömuleiðis gagnrýnt ríkisstjórnina og bent á ýmsa vankanta þegar kemur að viðbrögðum hennar við ábendingum um hvað mætti betur fara þegar kemur að öryggi í landinu.Gustað um ríkisstjórnina Miðflokkurinn mun í dag leggja fram tillögur á þinginu sem snúa að því að leggja stóraukið fé í að efla her og löggæslu í landinu. Mikið hefur gustað um ríkisstjórn Solberg að undanförnu vegna deilna innan stuðningsflokksins Kristilega þjóðarflokksins sem íhugaði að ganga til liðs við rauðu blokkina sem nú er í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ákvað þó á flokksþingi að áfram tilheyra bláu blokkinni en krefjast beinnar aðildar að ríkisstjórn Hægriflokks Solberg, Framfaraflokksins og Venstre.
Norðurlönd Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28