Spáir áframhaldandi truflunum á áætlunarflugi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Lággjaldaflugfélagið easyJet er eitt það umsvifamesta í Evrópu. Vísir/getty Forstjóri lággjaldaflugfélagsins easyJet spáir því að truflanir á áætlunarflugi verði jafn slæmar á næsta ári og þær hafa verið í ár en félagið hefur þurft að aflýsa 6.800 flugferðum. „Við gerum ekki ráð fyrir að ástandið batni,“ sagði Johan Lundgren forstjóri í kynningu á uppgjöri félagsins, að því er Financial Times greinir frá. Hann sagði að flugfélagið hefði liðið fyrir þætti sem það hefði ekki stjórn á eins og verkföll og „óhagkvæma nýtingu á lofthelgi“. „Ég hitti samgönguráðherra Evrópu sem ætlar að setja betrumbætur í forgang en við treystum ekki á það,“ sagði Lundgren. Samkvæmt uppgjöri easyJet fyrir rekstrarárið sem er að baki og nær frá október til september nam hagnaður fyrir skatta 578 milljónum punda, jafnvirði 92 milljarða íslenskra króna og jókst hann um 42 prósent á milli ára. Tekjur flugfélagsins jukust um 17 prósent. Uppgjörið var í takt við spár félagsins en seinnipartinn í gær höfðu hlutabréf í félaginu lækkað um 5,9 prósent. Afkomuspáin fyrir fyrri helming næsta árs er óbreytt sem og spá félagsins um að tekjur á hvert farþegasæti lækki um eitt til fimm prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri lággjaldaflugfélagsins easyJet spáir því að truflanir á áætlunarflugi verði jafn slæmar á næsta ári og þær hafa verið í ár en félagið hefur þurft að aflýsa 6.800 flugferðum. „Við gerum ekki ráð fyrir að ástandið batni,“ sagði Johan Lundgren forstjóri í kynningu á uppgjöri félagsins, að því er Financial Times greinir frá. Hann sagði að flugfélagið hefði liðið fyrir þætti sem það hefði ekki stjórn á eins og verkföll og „óhagkvæma nýtingu á lofthelgi“. „Ég hitti samgönguráðherra Evrópu sem ætlar að setja betrumbætur í forgang en við treystum ekki á það,“ sagði Lundgren. Samkvæmt uppgjöri easyJet fyrir rekstrarárið sem er að baki og nær frá október til september nam hagnaður fyrir skatta 578 milljónum punda, jafnvirði 92 milljarða íslenskra króna og jókst hann um 42 prósent á milli ára. Tekjur flugfélagsins jukust um 17 prósent. Uppgjörið var í takt við spár félagsins en seinnipartinn í gær höfðu hlutabréf í félaginu lækkað um 5,9 prósent. Afkomuspáin fyrir fyrri helming næsta árs er óbreytt sem og spá félagsins um að tekjur á hvert farþegasæti lækki um eitt til fimm prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira