Game of Thrones stjörnurnar Kit Harington og Rose Leslie eiga í stökustu vandræðum með að skipuleggja brúðkaupið sitt. Ástæðan er sú að þau eru bæði einfaldlega of upptekin.
„Ég er að reyna að koma brúðkaupinu mínu fyrir,“ segir Leslie í viðtali við breska tímaritið Town & Country.
Leslie og Harington trúlofuðu sig í september síðastliðnum en þau kynntust við tökur á Game of Thrones á Íslandi árið 2012. Leslie fór með hlutverk Ygritte í þáttunum heimsfrægu og Kit Harington leikur lykilhlutverk Jon Snow.
„Ég hef ekki tæklað það,“ sagði Leslie. „Það er bara of mikið að gera.“
Harington hefur áður sagt að hann hugsi einkar hlýlega til Íslands vegna þess að hér hafi hann fundið ástina.
„Þessar þrjár vikur á Íslandi eru bestu minningar mínar úr þáttunum. Landið er ótrúlega fallegt og norðurljósin töfrum líkust. Þar varð ég einnig ástfanginn,“ sagði Harington árið 2016 í viðtali við ítalska Vogue.
Fundu ástina á Íslandi en hafa ekki tíma til að gifta sig

Tengdar fréttir

Kit Harington fór á skeljarnar
Kit Harington fer með eitt af aðalhlutverkinu í þáttunum Game of Thrones og leikur hann Jon Snow. Eins og flestir vita eru þættirnir þeir allra vinsælustu í heiminum og horfa milljónir manna á þá í hverri viku.

Jon Snow varð ástfanginn á Íslandi
Kit Harington fer með eitt af aðalhlutverkinu í þáttunum Game of Thrones og leikur hann Jon Snow.