Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2018 12:32 Lögregla á Skáni hefur lítið viljað segja um framgang rannsóknarinnar á harmleiknum í Bjärred. Vísir/Getty Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum. Norðurlönd Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum.
Norðurlönd Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira