Þetta snýst um traust Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar