Taka yfir rekstur Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 15:46 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. Greint er frá málinu á vefnum eyjar.net en þar segir að samningurinn hafi verið samþykktur einróma en nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018. Samningurinn, sem er í til tveggja ára, felur í sér að rekstur Herjólfs verði í sjálfstæðu félagi í eigu Vestmannaeyjabæjar sem þýðir að hann verður með öllu óháður öðrum rekstri sveitarfélagsins. Þá mun ferðum á samningstímanum fjölga um að lágmarki 600 á ári og er gert ráð fyrir áætlunarferðum frá 6:30 á daginn fram til miðnættis. Annað sem kveðið er á um í samningnum er eftirfarandi:• Skipið sigli alla daga ársins, þar með talið á stórhátíðum.• Afsláttur fyrir heimamenn fer úr 40% í 50% og verður veittur án þess að slíkt reyni á inneignakerfi líkt og nú er. Gjaldskrá verður að öðru leyti nánast óbreytt frá því sem nú er. Þar með talið að sama gjaldskrá gildi í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.• Störfum um borð mun fjölga nokkuð frá því sem nú er enda gert ráð fyrir að skipið verði mun meira í notkun. Gert er ráð fyrir þremur áhöfnum og tveimur vöktum hvern dag.• Herjólfur verður til staðar sem varaskip og nýttur ef þörf verður á.• Bókunarkerfi verður tekið til algerrar endurskoðunar. Þar með talið er gert ráð fyrir að notendur geti bókað ferðir, greitt þær, breytt bókunum og sinnt öllum öðrum þátttum í gegnum símaforrit og/eða tölvu.• Upplýsingagjöf til notenda verður stóraukin og höfuðáhersla lögð á þjónustu við heimamenn og gesti þeirra.• Verði hagnaður af rekstri hins opinbera hlutafélags verður honum varið til að auka þjónustu og/eða lækka gjaldskrá. Tengdar fréttir Íbúafundur í Eyjum: Langflestir vildu nafnið Herjólf á nýja ferju Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. 21. febrúar 2018 23:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. Greint er frá málinu á vefnum eyjar.net en þar segir að samningurinn hafi verið samþykktur einróma en nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018. Samningurinn, sem er í til tveggja ára, felur í sér að rekstur Herjólfs verði í sjálfstæðu félagi í eigu Vestmannaeyjabæjar sem þýðir að hann verður með öllu óháður öðrum rekstri sveitarfélagsins. Þá mun ferðum á samningstímanum fjölga um að lágmarki 600 á ári og er gert ráð fyrir áætlunarferðum frá 6:30 á daginn fram til miðnættis. Annað sem kveðið er á um í samningnum er eftirfarandi:• Skipið sigli alla daga ársins, þar með talið á stórhátíðum.• Afsláttur fyrir heimamenn fer úr 40% í 50% og verður veittur án þess að slíkt reyni á inneignakerfi líkt og nú er. Gjaldskrá verður að öðru leyti nánast óbreytt frá því sem nú er. Þar með talið að sama gjaldskrá gildi í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.• Störfum um borð mun fjölga nokkuð frá því sem nú er enda gert ráð fyrir að skipið verði mun meira í notkun. Gert er ráð fyrir þremur áhöfnum og tveimur vöktum hvern dag.• Herjólfur verður til staðar sem varaskip og nýttur ef þörf verður á.• Bókunarkerfi verður tekið til algerrar endurskoðunar. Þar með talið er gert ráð fyrir að notendur geti bókað ferðir, greitt þær, breytt bókunum og sinnt öllum öðrum þátttum í gegnum símaforrit og/eða tölvu.• Upplýsingagjöf til notenda verður stóraukin og höfuðáhersla lögð á þjónustu við heimamenn og gesti þeirra.• Verði hagnaður af rekstri hins opinbera hlutafélags verður honum varið til að auka þjónustu og/eða lækka gjaldskrá.
Tengdar fréttir Íbúafundur í Eyjum: Langflestir vildu nafnið Herjólf á nýja ferju Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. 21. febrúar 2018 23:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Íbúafundur í Eyjum: Langflestir vildu nafnið Herjólf á nýja ferju Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. 21. febrúar 2018 23:30
Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15