Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2018 21:00 „Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
„Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira