Karen vann loksins þann stóra Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2018 08:30 Fram-stúlkur fagna í gær. vísir/sigtryggur Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00
Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti