Pólitísk höft Hörður Ægisson skrifar 27. apríl 2018 10:00 Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun