Réttur til þjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:30 Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun