Vegasmálið nærtækt fordæmi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2018 06:15 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti í liðnum mánuði. Fréttablaðið/Ernir Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30