Blár var litur kónganna, víkinganna og ríka fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 "Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af,“ segir Guðrún. „Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira