Föllum ekki í hræðsluáróðursgryfjuna Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun