Fjárlagafrumvarpið brást eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:00 Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar