Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 21:54 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar Matt Smith í Netflix-þáttaröðinni The Crown. Sú sería segir frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Foy fór með hlutverk drottningarinnar í fyrstu tveimur þáttaröðunum en Smith lék Filippus prins, eiginmann drottningarinnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar er vísað í framleiðendur The Crown. Framleiðendurnir greindu frá þessu á málþingi í Jerúsalem fyrr í dag þar sem þeir voru spurðir hvort Matt Smith hefði fengið meira borgað en Foy. Framleiðendurnir, Suzanne Mackie og Andy Harries, sögðu að Smith hefði fengið meira borgað vegna þess að hann væri þekktari en Foy eftir að hafa leikið í þáttaröðinni vinsælu Doctor Who. Sögðust framleiðendurnir ætla að leiðrétta þetta þegar næstu þáttaraðir The Crown fara í framleiðslu. „Hér eftir mun enginn fá meira borgað en drottningin,“ sagði Mackie við þá sem sóttu þetta málþing. Foy er sögð hafa fengið um 40 þúsund dollara, sem samsvarar tæpum fjórum milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir hvern þátt í The Crown en hún mun ekki leika í þriðju þáttaröðinni, sem verður tekin upp í sumar, því nýir leikarar verða fengnir inn sem henta betur fyrir það æviskeið drottningarinnar sem verður til umfjöllunar í þeirri þáttaröð. Foy hefur hlotið Golden Globe-verðlaun og Bafta-verðlaun fyrir leik sinn í The Crown en leikkonan Olivia Colman mun taka við af henni í þriðju þáttaröðinni. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar Matt Smith í Netflix-þáttaröðinni The Crown. Sú sería segir frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Foy fór með hlutverk drottningarinnar í fyrstu tveimur þáttaröðunum en Smith lék Filippus prins, eiginmann drottningarinnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar er vísað í framleiðendur The Crown. Framleiðendurnir greindu frá þessu á málþingi í Jerúsalem fyrr í dag þar sem þeir voru spurðir hvort Matt Smith hefði fengið meira borgað en Foy. Framleiðendurnir, Suzanne Mackie og Andy Harries, sögðu að Smith hefði fengið meira borgað vegna þess að hann væri þekktari en Foy eftir að hafa leikið í þáttaröðinni vinsælu Doctor Who. Sögðust framleiðendurnir ætla að leiðrétta þetta þegar næstu þáttaraðir The Crown fara í framleiðslu. „Hér eftir mun enginn fá meira borgað en drottningin,“ sagði Mackie við þá sem sóttu þetta málþing. Foy er sögð hafa fengið um 40 þúsund dollara, sem samsvarar tæpum fjórum milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir hvern þátt í The Crown en hún mun ekki leika í þriðju þáttaröðinni, sem verður tekin upp í sumar, því nýir leikarar verða fengnir inn sem henta betur fyrir það æviskeið drottningarinnar sem verður til umfjöllunar í þeirri þáttaröð. Foy hefur hlotið Golden Globe-verðlaun og Bafta-verðlaun fyrir leik sinn í The Crown en leikkonan Olivia Colman mun taka við af henni í þriðju þáttaröðinni.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira