Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 16:51 Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Vísir/Getty Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira