Sakar embættismenn Trump-stjórnarinnar um lygar um rassíur gegn innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:01 Rassíur gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hafa færst í aukana eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Vísir/AFP Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira