Tyrkir segjast hafa umkringt Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 10:02 Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45
Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30