Upplýsingastríð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun