Fótbolti

Segir Kyle Walker í þriggja hafsenta vörn vera veikan hlekk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arsene Wenger veit sínu viti
Arsene Wenger veit sínu viti Vísir/Getty
Enska landsliðið mun ekki komast langt á HM í Rússlandi með Kyle Walker sem einn af þremur hafsentum í þriggja manna vörn. Þetta er skoðun Arsene Wenger, fyrrum stjóra Arsenal.

England hefur unnið báða leiki sína til þessa á mótinu en ekki enn tekist að halda hreinu þrátt fyrir að andstæðingarnir hafi ekki verið ýkja öflugir, Túnis (2-1) og Panama (6-1).

Walker hefur spilað sem einn af þremur hafsentum ásamt þeim Harry Maguire og John Stones.

„Hann er ekki eiginlegur varnarmaður og sérstaklega ekki miðvörður. Í þessari stöðu er hann líklegur til að gera mistök sem hann kemst upp með sem bakvörður, en ekki sem miðvörður,“ segir Wenger.

Eric Dier er vanur að spila í þriggja manna vörn en hann hefur aðeins spilað nokkrar sekúndur á mótinu þegar hann kom inn fyrir Jesse Lingard í uppbótartíma gegn Túnis.

„Hann getur spilað í hjarta varnarinnar og sem miðjumaður. Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekkert notað hann,“ segir Wenger ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×