Fótbolti

Æfðu í staðinn fyrir að taka leikdags göngutúrinn

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í hádeginu í gær en á æfingavelli í morgun.
Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í hádeginu í gær en á æfingavelli í morgun. vísir/vilhelm
Strákarnir okkar tóku létta æfingu í hádeginu í dag á æfingavelli í Rostov rétt til að hrista aðeins fæturnar en vanalega æfa þeir ekki á leikdegi heldur fara þeir í göngutúr.

Leikurinn við Króatíu í kvöld á Rostov-vellinum er ansi seint eða klukkan 21.00 að staðartíma og því sprikluðu menn aðeins í hádeginu. Mikilvægt að sitja ekki aðgerðarlausir í allan dag og allt kvöld.

Instagram-síða KSÍ birti stutt myndbrot af æfingunni sem má sjá hér en íslenska liðið fór annars í bíó í gærkvöldi til að stytta sér stundirnar.

Aftur æfði liðið í hádeginum í steikjandi hita sem var að nálgast 30 gráðurnar á þeim tíma í Rostov. Ætla má að kínversku blaðamennirnir séu enn meira hissa en í gær þegar þeir skildu ekki af hverju ískaldir ísmennirnir velja að æfa í svona hita.

Vísir verður með leik Króatíu og Íslands í beinni lýsingu en strákarnir okkar þurfa sigur

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×