Hrá og hressileg költsýning Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. febrúar 2018 10:30 Frá uppsetningu MH á verkinu árið 1991. Páll Óskar fór þá einnig með hlutverk Frank N Furter. Költ-söngleikurinn Rocky Horror verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu þann 16. mars. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhutverkið, Frank N Furter, í sýningunni en það verður í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsti gerði hann það í uppfærslu MH á söngleiknum árið 1991. Valdimar Guðmundsson ætlar að tækla Eddie en Meatloaf fór með sama hlutverk í kvikmyndinni. Aðrir leikarar eru Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson fer með hlutverk Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir verður Columbia, Valur Freyr Einarsson sögumaðurinn og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur Janet Weiss. Með leikstjórn fer Marta Nordal, Jón Ólafsson er tónlistarstjóri, Lee Proud er danshöfundur, Ilmur Stefánsson sér um leikmynd, Filippía Elísdóttir ásamt Elínu Sigríði Gísladóttur sér um búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson um lýsingu. Það er svo Bragi Valdimar Skúlason sem þýðir verkið. „Þetta gekk hægar en ég bjóst við, mér fannst það svolítið merkilegt,“ segir Bragi aðspurður hvernig honum hafi gengið að koma verkinu yfir á íslensku. „Þetta er svolítið flókið, þetta verk er náttúrulega að nálgast fimmtugsaldurinn og ýmislegt þarna sem þarf að færa inn í nýja tíma. Þetta er náttúrulega hrátt og hressilegt, það þarf að halda í við það. Svo er hellingur af lögum – það þurfti að finna rímorð í þetta allt saman. Þetta var mjög gaman.“ Forsala á söngleikinn hefst í dag. Fyrstu 500 miðunum sem keyptir verða á staðnum í miðasölu Borgarleikhússins fylgir miði á opna æfingu föstudaginn 23. febrúar og tækifærið til að vera í hópi þeirra fyrstu sem sjá brot úr sýningunni. Þá verður miðinn einnig á sérstökum forsöluafslætti fyrsta daginn hvort sem keypt er á borgarleikhus.is eða í miðasölunni.Bragi Valdimar þýddi verkið.Sweet Transvestite Textabrot úr laginu Sweet Transvestite sem Frank N Furter (Páll Óskar) flytur Elskurnar mínar svona sætar og fínar sá þið hittuð staffið mitt. Þau eru ekkert of hress en það er bara vegna þess þau vantar… stöffið sitt. Fríkið ekki út þó að ég svona kjút. Umbúðirnar augun blekkja. Ég held aftur af mér þar til myrkva fer en þá tekur líka rekkjan að trekkja! Því ég er djörf og djúsí drusla frá háhæluðu Transylvaníu — aha! Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Költ-söngleikurinn Rocky Horror verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu þann 16. mars. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhutverkið, Frank N Furter, í sýningunni en það verður í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsti gerði hann það í uppfærslu MH á söngleiknum árið 1991. Valdimar Guðmundsson ætlar að tækla Eddie en Meatloaf fór með sama hlutverk í kvikmyndinni. Aðrir leikarar eru Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson fer með hlutverk Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir verður Columbia, Valur Freyr Einarsson sögumaðurinn og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur Janet Weiss. Með leikstjórn fer Marta Nordal, Jón Ólafsson er tónlistarstjóri, Lee Proud er danshöfundur, Ilmur Stefánsson sér um leikmynd, Filippía Elísdóttir ásamt Elínu Sigríði Gísladóttur sér um búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson um lýsingu. Það er svo Bragi Valdimar Skúlason sem þýðir verkið. „Þetta gekk hægar en ég bjóst við, mér fannst það svolítið merkilegt,“ segir Bragi aðspurður hvernig honum hafi gengið að koma verkinu yfir á íslensku. „Þetta er svolítið flókið, þetta verk er náttúrulega að nálgast fimmtugsaldurinn og ýmislegt þarna sem þarf að færa inn í nýja tíma. Þetta er náttúrulega hrátt og hressilegt, það þarf að halda í við það. Svo er hellingur af lögum – það þurfti að finna rímorð í þetta allt saman. Þetta var mjög gaman.“ Forsala á söngleikinn hefst í dag. Fyrstu 500 miðunum sem keyptir verða á staðnum í miðasölu Borgarleikhússins fylgir miði á opna æfingu föstudaginn 23. febrúar og tækifærið til að vera í hópi þeirra fyrstu sem sjá brot úr sýningunni. Þá verður miðinn einnig á sérstökum forsöluafslætti fyrsta daginn hvort sem keypt er á borgarleikhus.is eða í miðasölunni.Bragi Valdimar þýddi verkið.Sweet Transvestite Textabrot úr laginu Sweet Transvestite sem Frank N Furter (Páll Óskar) flytur Elskurnar mínar svona sætar og fínar sá þið hittuð staffið mitt. Þau eru ekkert of hress en það er bara vegna þess þau vantar… stöffið sitt. Fríkið ekki út þó að ég svona kjút. Umbúðirnar augun blekkja. Ég held aftur af mér þar til myrkva fer en þá tekur líka rekkjan að trekkja! Því ég er djörf og djúsí drusla frá háhæluðu Transylvaníu — aha!
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira