Skora á rektor HÍ að bæta stöðu doktorsnáms: „Þetta er rosalega sorglegt ástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 13:00 Védís Ragnheiðardóttir er doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum og situr í stjórn Fedon. Þá situr hún jafnframt fyrir hönd félagsins í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms. Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. Hún segir fjármögnun doktorsnáms við HÍ undanfarin ár hafa verið ansi slæma þar sem fjöldi styrkja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun doktorsnema við skólann. Fedon sendi áskorun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, í vikunni þar sem skorað er á hann að nýta aukið fjármagn til Háskóla Íslands í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Aðeins 20 prósent þeirra sem sækja um fá styrk Fjármagnið sem Fedon vísar í er aukið fjárframlag ríkisins til HÍ á fjárlögum þessa árs sem rektor hefur fagnað og sagst vera sáttur með en að sögn Védísar er enn ekki komið á hreint hvernig fjármununum verður skipt innan skólans. „Við teljum að það sé tilvalið að setja peninga í styrki til doktorsnema og nýdoktora núna, sérstaklega vegna þess að það er í stefnu Háskóla Íslands fyrir 2016 til 2021 að stuðla eigi að nýliðun í rannsóknum. Okkur finnst því sjálfsagt að hluti af þessum fjármunum fari í það. Fjármögnun doktorsnáms hefur í rauninni verið ansi slæm upp á síðkastið. Fjöldi styrkja hefur ekki aukist heldur stendur fjöldi styrkja til doktorsnema eiginlega í stað milli ára og nýdoktorsstyrkjum hefur ekki verið úthlutað síðan árið 2015,“ segir Védís. Doktorsnemar og nýdoktorar við HÍ geta helst sótt um styrki annars vegar í Rannsóknasjóð Rannís, sem er opinn öllum fræðimönnum, og hins vegar Rannsóknasjóð Háskóla Íslands og tengda sjóði sem aðeins er ætlaður fræðimönnum við skólann. Í áskorun Fedon kemur fram að aðeins 15 doktorsnemar af þeim 73 sem sóttu um doktorsnemastyrk til Rannís í ár hafi fengið úthlutun í eigin nafni. Það er 21 prósent umsækjenda. Ekki er búið að úthluta úr Rannsóknasjóði HÍ en í fyrra fengu 29 doktorsnemar styrki þaðan af þeim 146 sem sóttu um eða alls um 20 prósent.„Rosalegt hark“ Sjálf er Védís á styrk en það tók hana tvö ár að komast á styrkinn. Aðspurð hvort hún mæli með því fyrir fólk í grunnnámi eða mastersnámi að hella sér út í doktorsnám með tilliti til fjárhagslegs öryggis og atvinnuöryggi að námi loknu kveðst hún ekki geta gert það. „Ég mæli ekki með þessu fyrir fólk í núverandi ástandi. Þetta er rosalegt hark og margir fá einfaldlega ekki styrk og flosna upp úr námi og fá aldrei neina viðurkenningu. Þetta er rosalega sorglegt ástand,“ segir Védís. Þau tvö ár sem hún var ekki á styrk brúaði hún með námslánum og vinnu. „Ég var aðallega bara að vinna en þá getur maður ekki sinnt náminu. Þá er maður bara í doktorsnáminu að nafninu til.“Vilja að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrk á hvert svið háskólans strax Spurð út í hverjar séu lágmarkskröfur Fedon nú segir Védís: „Allra að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrkur á hvert svið háskólans strax. Helst viljum við svo að minnsta kosti 50 prósent aukningu í doktorsstyrkjum. Þetta eru algjörar lágmarkskröfur.“ Védís segir framtíð rannsókna á Íslandi liggja meðal annars í því fólki sem stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Þá sé líka um ræða þá sem munu kenna í framtíðinni við skólann. „Framtíð rannsókna á Íslandi liggur í þeim sem eru að byrja. Ef við missum úr heila kynslóð sem gefst upp og getur ekki haldið áfram þá er það ekki gott fyrir framtíð rannsóknastarfs hér á landi,“ segir Védís.Áskorun Fedon til rektors má sjá í heild sinni hér. Skóla - og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. Hún segir fjármögnun doktorsnáms við HÍ undanfarin ár hafa verið ansi slæma þar sem fjöldi styrkja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun doktorsnema við skólann. Fedon sendi áskorun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, í vikunni þar sem skorað er á hann að nýta aukið fjármagn til Háskóla Íslands í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Aðeins 20 prósent þeirra sem sækja um fá styrk Fjármagnið sem Fedon vísar í er aukið fjárframlag ríkisins til HÍ á fjárlögum þessa árs sem rektor hefur fagnað og sagst vera sáttur með en að sögn Védísar er enn ekki komið á hreint hvernig fjármununum verður skipt innan skólans. „Við teljum að það sé tilvalið að setja peninga í styrki til doktorsnema og nýdoktora núna, sérstaklega vegna þess að það er í stefnu Háskóla Íslands fyrir 2016 til 2021 að stuðla eigi að nýliðun í rannsóknum. Okkur finnst því sjálfsagt að hluti af þessum fjármunum fari í það. Fjármögnun doktorsnáms hefur í rauninni verið ansi slæm upp á síðkastið. Fjöldi styrkja hefur ekki aukist heldur stendur fjöldi styrkja til doktorsnema eiginlega í stað milli ára og nýdoktorsstyrkjum hefur ekki verið úthlutað síðan árið 2015,“ segir Védís. Doktorsnemar og nýdoktorar við HÍ geta helst sótt um styrki annars vegar í Rannsóknasjóð Rannís, sem er opinn öllum fræðimönnum, og hins vegar Rannsóknasjóð Háskóla Íslands og tengda sjóði sem aðeins er ætlaður fræðimönnum við skólann. Í áskorun Fedon kemur fram að aðeins 15 doktorsnemar af þeim 73 sem sóttu um doktorsnemastyrk til Rannís í ár hafi fengið úthlutun í eigin nafni. Það er 21 prósent umsækjenda. Ekki er búið að úthluta úr Rannsóknasjóði HÍ en í fyrra fengu 29 doktorsnemar styrki þaðan af þeim 146 sem sóttu um eða alls um 20 prósent.„Rosalegt hark“ Sjálf er Védís á styrk en það tók hana tvö ár að komast á styrkinn. Aðspurð hvort hún mæli með því fyrir fólk í grunnnámi eða mastersnámi að hella sér út í doktorsnám með tilliti til fjárhagslegs öryggis og atvinnuöryggi að námi loknu kveðst hún ekki geta gert það. „Ég mæli ekki með þessu fyrir fólk í núverandi ástandi. Þetta er rosalegt hark og margir fá einfaldlega ekki styrk og flosna upp úr námi og fá aldrei neina viðurkenningu. Þetta er rosalega sorglegt ástand,“ segir Védís. Þau tvö ár sem hún var ekki á styrk brúaði hún með námslánum og vinnu. „Ég var aðallega bara að vinna en þá getur maður ekki sinnt náminu. Þá er maður bara í doktorsnáminu að nafninu til.“Vilja að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrk á hvert svið háskólans strax Spurð út í hverjar séu lágmarkskröfur Fedon nú segir Védís: „Allra að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrkur á hvert svið háskólans strax. Helst viljum við svo að minnsta kosti 50 prósent aukningu í doktorsstyrkjum. Þetta eru algjörar lágmarkskröfur.“ Védís segir framtíð rannsókna á Íslandi liggja meðal annars í því fólki sem stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Þá sé líka um ræða þá sem munu kenna í framtíðinni við skólann. „Framtíð rannsókna á Íslandi liggur í þeim sem eru að byrja. Ef við missum úr heila kynslóð sem gefst upp og getur ekki haldið áfram þá er það ekki gott fyrir framtíð rannsóknastarfs hér á landi,“ segir Védís.Áskorun Fedon til rektors má sjá í heild sinni hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira