Þremur sjónvarpsstöðvum var lokað og tilræði við varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Raila Odinga, sem titlar sjálfan sig "forseta fólksins“. vísir/afp Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00