Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Gissur Sigurðsson skrifar 25. júní 2018 13:02 Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira